Hvernig fer markþjálfun fram?

Markþjálfun er samtal þar sem gengið er út frá markmiðum þínum og möguleikum. Markþjálfinn spyr fyrir fram ákveðinna spurninga til að finna út:

  • Hvað þú vilt?

  • Hvers vegna?

  • Hvað kemur í veg fyrir að þú náir settu marki?

  • Hvernig nærðu því?    

Markþjálfun er hvorki meðferð né ráðgjöf heldur árangursrík aðferð til að breytinga. Unnið er frá nútíð til framtíðar.  Fortíðin er aðeins skoðuð til að þekkja sögu þína. Markþjálfinn hefur það hlutverk að laða fram þær lausnir sem þú sjálfur býrð yfir enda ert þú sérfræðingurinn í þínu lífi.  

Markþjálfunin fer fram annað hvort á stofunni  hjá mér eða í gegnum síma. Þá hringir þú til mín. Nýjasti möguleikinn er skype.

Það er mikilvægt að þú takir þig og framfarir þínar alvarlega til að fá sem mest út úr viðtölunum. Hluti af þessu er að þú gefir þér góðan tíma fyrir viðtalið og hugleiðir eftirfarandi:

  • Að hvaða markmiðum vil ég vinna með markþjálfanum?

  • Hvað vil ég fá út úr viðtalinu?

  • Hverjar eru stærstu hindranirnar?

Til að hámarka árangur er gott að vinna heimavinnu milli þeirra. Reyndu að taka þér hálftíma fyrir hvert viðtal þar sem þú hugleiðir hvernig hefur gengið síðan síðast og hvernig þú hefur nálgast markmiðið og hvað þú vilt vinna með í næsta viðtali.

Útvegaðu þér dagbók og skrifaðu niður allt sem kemur í hugann. Það er auðveldara að halda utan um hugsanir, upplifanir og það sem þú vinnur með ef þú skrifar það niður. Það hjálpar þér líka til að fylgjast með hvernig málin þróast og hvernig þú yfirvinnur hindranir og nærð markmiðum þínum.